Aðalskoðun - Þetta snýst um svo miklu meira en bílinn
Manhattan Marketing réðst í upphafi árs 2014 í endurmörkun markaðsstefnu og -starfs Aðalskoðunar með stjórnendum fyrirtækisins. Staða Aðalskoðunar á markaði var greind, rýnt í styrkeika og veikleika fyrirtækisins sem og keppinauta þess. Í framhaldi var stefnan mótuð, markmið sett og leiðir til framtíðarsóknar markaðar í markaðsáætlun sem starfað hefur verið eftir síðan. Manhattan Marketing heldur utan um framkvæmd áætlunarinnar í samstarfi við framkvæmdastjóra Aðalskoðunar.
Nýrri herferð var hleypt af stokkunum í mars 2014 þar sem kjarnaskilaboðin eru að ökutækjaskoðun snúist um svo miklu meira en bílinn, nefnilega öryggi þeirra sem flestum okkar er mikilvægust: Okkar nánustu. Útkoman var ný nálgun á framsetningu þjónustu ökutækjaskoðunar með fókus á fólk sem ætlunin er að byggja sókn Aðalskoðunar á til framtíðar.
Árið 2015 voru liðin tuttugu ár frá því að Aðalskoðun hóf starfsemi. Að því tilefni var blásið í herlúðra og markaðssókn Aðalskoðunar tekin á annað stig með nýju og meira ögrandi markaðsefni ásamt því sem tímamótana var minnst á afmælisdaginn sjálfan. Megin skilaboðin eru enn þau sömu, þetta snýst um svo miklu meira en bílinn, en áskorun um að gera það fyrir þig og þína að koma með bílinn í Aðalskoðun er bætt við. Tvær nýjar sjónvarpsauglýsingar voru gerðar með hugmyndasmiðjunni Quiver og vöktu þær verðskuldaða athygli, bæði hérlendis sem og meðal fagfólks í auglýsingagerð erlendis. Einnig voru gerðar nýjar útvarpsauglýsingar sem framkölluðu gömlu útvarpsleikritin sem svo margir muna eftir. Auglýsingarnar má sjá og heyra neðar.
Sjónvarpsauglýsingar
PR - Allt á hjólum í Fífunni
Við komum Kadilljáknum úr auglýsingunni Bjargið fyrir á bílasýningu í Fífunni í Kópavogi. Úr skottinu bárust torkennileg hljóð. Hér má sjá hvernig fólk brást við. Þökkum þeim sem bjuggust til hjálpar.
Útvarpsauglýsingar
Prentauglýsingar