Rauði krossinn - Vertu næs
Manhattan Marketing aðstoðaði Rauða krossinn í umfjöllun og markaðssetningu átaksins Vertu næs. Vertu næs er átaksverkefni gegn fordómum sem byggja á uppruna, kynþætti eða trúarbrögðum.
Auglýsing fyrir sjónvarp var unnin með framleiðslufyrirtækinu Silent. Einnig var gerð útvarpsauglýsing, vefborði, prentauglýsing og strætóskýli merkt.
Skemmtilegt samstarf náðist einnig með KSÍ, Ölgerðinni og Borgun. Allir leikmenn 6. umferðar Pepsídeildar karla sýndu átakinu stuðning með því að hita upp í bolum merktu átakinu og gengu síðan inn á völlinn í bolunum, ásamt dómurum, á meðan vallarþulur sagði frá átakinu. Uppátækið rataði í fjölmiðla, meðal annars var þessu gerð góð skil í þættinum Pepsímörkin á Stöð 2 Sport, eins og sjá má neðar.