EM torgið - EURO2016 Fanzone

Karlalandslið Íslands var með í lokakeppni á EM í fyrsta skipti í ár og við fengum það skemmtilega verkefni að undirbúa og stjórna sýningum á öllum leikjum mótsins á risaskjá á Ingólfstorgi fyrir hönd KSÍ og bakhjarla þess; Borgunar, Coca-Cola, Icelandair, Landsbankans, Lengjunnar, N1 auk Símans.  Torgið fékk nýtt nafn, EM torgið, og var lagt gervigrasi. Mikið líf var á torginu allt mótið, mest auðvitað í kringum leiki íslenska landsliðsins sem stóð sig frábærlega eins og alkunna er. Þegar að útsláttakeppni kom var ljóst að torgið rúmaði ekki allan þann fjölda sem horfa vildi saman á leikina og því var aðstöðu slegið upp með enn öflugri sýningarbúnaði á Arnarhóli í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg.  Áætlað er að 15-20.000 manns hafi horft þar saman á Ísland – England og um 25.000 manns á Ísland – Frakkland. Við hjá Manhattan héldum utan um konseptvinnu, gerð markaðsefnis og framkvæmdastjórn verkefnisins í góðri samvinnu við bakhjarla torgsins og höfðum einstaklega gaman að.