Heildarlausnir í markaðs- og auglýsingamálum

Við bjóðum heildarlausnir í markaðs- og auglýsingamálum með sérhæfingu í faglegri og strategískri markaðsráðgjöf sem byggir á áratuga reynslu okkar í stjórnun markaðsstarfs nokkurra af stærstu fyrirtækjum landsins.

Megin fókus Manhattan er að greina aðstæður, skilgreina stefnu og leiðir, meitla markaðsskilaboð og ákvarða til hvaða markaðsaðgerða skuli grípa til að ná tilætluðum árangri sem og framkvæmd þeirra aðgerða ef óskað er.

Hvort sem þú leitar markaðsþjónustu á mánaðarlegum grunni eða vegna tímabundinna sértækra verkefna getum við verið góður kostur. Við vinnum líka með markaðs- og auglýsingastofum sem þurfa, vilja eða geta úthýst hluta af sinni markaðsráðgjöf og greiningu.

Við kappkostum að taka aðeins að okkur viðskiptavini sem við vitum að við getum þjónustað með árangursríkum hætti og veitt fulla athygli, alltaf.

Stefna okkar er að veita ráðgjöf og þjónustu sem margfaldar virði sitt í gegnum skýra stefnu í markaðsmálum, markvissari og hagkvæmari markaðssetningu og nýtingu nýrra tækifæra.

Þjónusta Manhattan er margþætt en óhætt er að brjóta hana upp í þrjár þjónustulínur.

Markaðsstjórnun þar sem Manhattan gegnir stöðu markaðsstjóra, markaðsdeildar eða markaðsfulltrúa á hagkvæman, þægilegan og árangursríkan hátt og færir fyrirtækjum þannig áratuga reynslu í stjórnun markaðsstarfs.

Sértæk verkefni þar sem Manhattan leysir markaðstengd verkefni af öllum stærðum og gerðum, allt frá markaðs- og stöðugreiningu til fullmótaðrar markaðsstefnu og aðgerðaáætlunar.

Fræðsla sem byggir á meira en 15 ára reynslu í kennslu markaðsmála á öllum stigum framhalds- og háskólanáms þar sem einstaklingum og fyrirtækjum býðst að bæta markaðsþekkingu sína með nokkrum námsleiðum.