Heildarlausnir í markaðs- og auglýsingamálum

Við bjóðum heildarlausnir í markaðs- og auglýsingamálum með sérhæfingu í faglegri og strategískri markaðsráðgjöf sem byggir á áratuga reynslu okkar í stjórnun markaðsstarfs nokkurra af stærstu fyrirtækjum landsins.

Við gefum okkur ekki út fyrir að vera auglýsingastofa þar sem að okkar vinna einskorðast ekki við framleiðslu auglýsinga eða annars markaðsefnis. Við erum skrefi framar í ferlinu og erum meira í að skilgreina og ákvarða til hvaða markaðsaðgerða skuli grípa og meitla markaðsskilaboð fyrir fyrirtæki.

Hvort sem fyrirtæki þitt þarfnast markaðsþjónustu á mánaðarlegum grunni eða vegna tímabundinna sértækra verkefna þá getum við verið ykkar samstarfsaðili. Við vinnum líka með markaðs- og auglýsingastofum sem þurfa, vilja eða geta úthýst hluta af sinni markaðsráðgjöf og greiningu.

Hjá okkur er fyrirtæki þitt ekki lítill fiskur í stórri tjörn heldur njótið þið ávallt fullrar athygli og tafarlausra viðbragða. Við tökum aðeins að okkur viðskiptavini sem við vitum að við getum þjónustað með árangursríkum hætti og veitt fulla athygli, alltaf.

Stefna okkar er að veita ráðgjöf og þjónustu sem er margfalt virði sitt í gegnum markvissari og hagkvæmari markaðssetningu, nýtingu nýrra tækifæra og skýra stefnu í markaðsmálum.

Við einsetjum okkur

  • Snaggaraleg viðbrögð til að mæta markaðsáskorunum viðskiptavina
  • Skipulagningu og framsetningu einstakra og heildstæðra markaðs- og aðgerðaáætlana á sem hagkvæmastan hátt
  • Leiðsögn í vörumerkjauppbyggingu til hámörkunar vitundar og jákvæðni gagnvart vörumerkjum
  • Veitingu hágæða og faglegrar markaðsþjónustu til aðstoðar á öllum sviðum markaðsstarfs

 

Þjónusta Manhattan er margþætt en óhætt er að brjóta hana upp í þrjár þjónustulínur.