Heildarlausnir í markaðs- og auglýsingamálum

Við bjóðum heildarlausnir í markaðs- og auglýsingamálum með sérhæfingu í faglegri og strategískri markaðsráðgjöf sem byggir á áratuga reynslu okkar í stjórnun markaðsstarfs nokkurra af stærstu fyrirtækjum landsins.

Megin fókus Manhattan er að greina aðstæður, skilgreina stefnu og leiðir, meitla markaðsskilaboð og ákvarða til hvaða markaðsaðgerða skuli grípa til að ná tilætluðum árangri sem og framkvæmd þeirra aðgerða ef óskað er.

Hvort sem þú leitar markaðsþjónustu á mánaðarlegum grunni eða vegna tímabundinna sértækra verkefna getum við verið góður kostur. Við vinnum líka með markaðs- og auglýsingastofum sem þurfa, vilja eða geta úthýst hluta af sinni markaðsráðgjöf og greiningu.

Við kappkostum að taka aðeins að okkur viðskiptavini sem við vitum að við getum þjónustað með árangursríkum hætti og veitt fulla athygli, alltaf.

Stefna okkar er að veita ráðgjöf og þjónustu sem margfaldar virði sitt í gegnum skýra stefnu í markaðsmálum, markvissari og hagkvæmari markaðssetningu og nýtingu nýrra tækifæra.

Þjónusta Manhattan er margþætt og ávallt sniðin að þörfum þeirra verkefna sem við tökum að okkur:

Markaðsleg stefnumótun

Markaðsleg stefnumótun felur í sér markaðs- og samkeppnisgreiningu, markhópagreiningu og markaðsmiðun, mótun staðfærslu vörumerkis og markaðsstefnu. Markaðsleg stefnumótun er sérsniðin að þörfum og stöðu hvers vörumerkis og hentar fyrirtækjum sem ekki búa yfir formlegri markaðsstefnu eða kjósa að uppfæra núverandi stefnu / grunn markaðsfærslu sinnar.

Markaðsáætlunargerð

Markaðsáætlunargerð felur í sér skipulagningu markaðsaðgerða fyrir vörumerki sem ætla sér að sækja á markað. Markhópamiðun, samval markaðsráða, skipulagning markaðsaðgerða og kostnaðaráætlun markaðsstarfs er afurð markaðsáætlunargerðar og hentar sérstaklega vörumerkjum sem búa yfir markaðsstefnu en þurfa ráðgjöf við gerð aðgerðaáætlunar markaðsfærslu.

Stjórnun auglýsingaherferða

Skipulagning og stjórnun markaðssamskipta fyrir vörumerki á leið í auglýsingaherferð gagnvart markhópum með auglýsingum og öðrum kynningaraðferðum í gegnum fjölmiðla, vef- og samfélagsmiðla. Stjórnun auglýsingaherferða getur falið í sér mótun markaðsskilaboða gagnvart markhópum, umsjón með framleiðslu markaðsefnis, gerð birtingaáætlunar, samskipti við auglýsingamiðla og stjórnun kynningarstarfsins á meðan auglýsingaherferð stendur, aðlagað að hverju verkefni.

Skipulagning og stjórnun markaðsstarfs

Stjórnun markaðsstarfs felur í sér að gengið er í stöðu markaðsstjóra, markaðsdeildar eða markaðsfulltrúa á hagkvæman, þægilegan og árangursríkan hátt sem færir fyrirtækjum áratuga reynslu í stjórnun markaðsstarfs. Hentar sérstaklega fyrirtækjum sem ekki eru með starfandi markaðsstjóra eða fyrirtækjum sem vilja framlengingu á markaðsdeild sinni með utanaðkomandi ráðgjöf í stjórnun markaðsstarfs.

CRM - Innleiðing viðskiptatengsla

Stefnumarkandi stjórnun viðskiptatengsla (CRM) er hugmyndafræði sem gengur m.a. út á að kynnast viðskiptavinum, uppfylla þarfir þeirra og væntingar til að byggja upp langtímaviðskiptavinasamband og auka tryggð. Með áreiðanlega vitneskju um hvað viðskiptavinir vilja og á hverju þeir hafa áhuga eru vörumerki mun líklegri til þess að geta selt þeim vöru og þjónustu. CRM hjálpar þannig fyrirtækjum m.a. að afla viðskiptavina, þjónusta viðskiptavini og halda viðskiptavinum.

Markaðsgreiningar

Markaðsgreiningar geta verið fjölmargar og fjölbreyttar greiningar á markaðs- og samkeppnisumhverfi fyrirtækja, markaðsrannsóknir, þjónustukannanir og aðrar markaðsmælingar sem hjálpa vörumerkjum að skilgreina stöðu sína á markaði og koma auga á tækifæri eða ógnanir sem hægt er að bregðast við áður en það er orðið of seint. Skipulegar og reglulegar markaðsgreiningar geta skapað vörumerkjum betri samkeppnisstöðu eða verið fyrirbyggjandi gagnvart mögulega versnandi stöðu á markaði. 

Viðburðastjórnun og virkjun vörumerkja

Stjórnun viðburða felur gjarnan í sér hugmyndavinnu, undirbúning og framkvæmd viðburða af ýmsu tagi þar sem hagnýting vörumerkja er bestuð, hvort sem um er að ræða viðburð á vegum vörumerkisins eða virkjun vörumerkis á viðburði sem haldinn er af þriðja aðila, svo sem fyrir kostendur eða samstarfsaðila viðburða. 

Markaðsfræðsla

Fræðsla sem byggir á hátt í 30 ára reynslu í kennslu markaðsmála og stjórnunar á öllum stigum framhalds- og háskólanáms þar sem einstaklingum og fyrirtækjum býðst að bæta markaðsþekkingu sína með ýmsum námsleiðum. 

Útflutningsráðgjöf

Við upphaf útflutnings á vörum eða þjónustu er að mörgu að hyggja þar sem umhverfið er gjarnan mjög svo frábrugðið Íslenskum markaði. Ráðgjafar okkar búa yfir reynslu af útflutningi og undirbúningi hans, greiningar á mörkuðum, mat á þörf á aðlögun á vöru, upplýsingaöflun um lagalegt umhverfi sem snertir vöruna eða þjónustuna, val á samstarfsaðilum, dreifing, sala og markaðfærsla er meðal þess sem yfirleitt þarf að skoða.