Hagkaup - EM2016

Sumarið 2016 vann Manhattan að gerð auglýsinga með Pétri Jóhanni og Loga Ólafssyni í tengslum við EM fótboltaveisluna í júní 2016. Hugmyndavinna og handrit voru unnin af Manhattan og sá framleiðslufyrirtækið Silent um kvikmyndun. 

Góðmennska viðskiptavina í Skeifunni

Í maí 2016 brugðum við á leik með Netgíró þar sem eldri maður virtist ekki eiga nægan pening fyrir innkaupum sínum. Viðskiptavinir sem í góðmennsku sinni "lánuðu" manninum klink fengu innkaupakörfu sína borgaða af Netgíró. Á aðeins þremur dögum náði myndbandið 130.000 áhorfum á Facebook og fjallað var um uppátækið á mörgum netmiðlum á Íslandi.

Spilað til góðs fyrir Mæðrastyrksnefnd

Síðustu dagana fyrir jól 2015 komum við fyrir píanói fyrir utan Hagkaup á annarri hæð í Kringlunni og voru gestir hvattir til þess að spila lag á píanóið. Fyrir hvern gest sem settist við píanóið og spilaði lag lét Hagkaup 5.000 kr. renna til Mæðrastyrksnefndar. Alls spiluðu 205 gestir til góðs og lét Hagkaup 1.025.000 kr. renna til Mæðrastyrksnefndar. Myndband af uppátækinu má sjá hér neðar.