Heimkomuhátíð á Arnarhóli

Strákarnir okkar stóðu sig stórkostlega á EM í Frakklandi í sumar.  Að loknum slíkum afrekum þarf að taka vel á móti fólki.  Við erum afar stoltir af því að hafa verið treyst fyrir því að halda utan um skipulag og framkvæmd heimkomuhátíðar hópsins fyrir hönd Reykjavíkurborgar, forsætis- og menningar- og menntamálaráðuneyta, og bakhjarla KSÍ; Borgunar, Coca-Cola, Icelandair, Landsbankans, Lengjunnar, N1 og Símans. Þjóðin tók vel á móti hetjunum sínum og talið er að hátt í 40.000 manns hafi mætt til að hylla þær á Arnarhóli.  Myndir segja að vanda meira en þúsund orð.

Heimkomuhátíð