Skjárinn - The Biggest Loser Ísland

Manhattan Marketing sá um PR og markaðsmál fyrir sjónvarpsþættina The Biggest Loser Ísland á SkjáEinum. Þættirnir slógu áhorfsmet hjá SkjáEinum, vikurnar í aðdraganda þáttanna fjölgaði áskrifendum Skjásins meira en nokkru sinni fyrr og náði SkjárEinn nýju hámarki í fjölda áskrifenda og 92% landsmanna þekkti eða vissi af þáttunum The Biggest Loser Ísland. Það er okkur á Manhattan mikil ánægja að hafa tekið þátt í velgengni þáttanna hjá SkjáEinum.

Meðal verkefna Manhattan var skipulagning ýmissa viðburða á borð við forsýningar víðsvegar um landið þar sem rúmlega 1.000 manns sáu fyrsta þáttinn 7-14 dögum fyrir frumsýningu þáttanna á SkjáEinum, heimahöfn/bás í Kringlunni í tæpar þrjár vikur og lokakvöldið í beinni útsendingu frá Andrews Theater á Ásbrú. Manhattan skipulagði einnig áskriftarsölu SkjásEins í aðdraganda þáttanna og sá um PR umfjöllun í fjölmiðlum.

Forsýningarpartý víðvegar um landið

Við héldum sjö forsýningarpartý víðsvegar um landið á stöðum sem keppendur í The Biggest Loser Ísland búa á. Alls komu rúmlega 1.000 manns á forsýningarnar og sáu þar með fyrsta þáttinn 7-14 dögum fyrir frumsýningu þáttanna á SkjáEinum.

Að neðan má sjá myndband frá nokkrum forsýninganna. Upptaka var í höndum Majestic.

Heimahöfn í Kringlunni

Við settum upp heimahöfn/bás í Kringlunni fyrir The Biggest Loser Ísland í samvinnu við Lúxor. Básinn stóð í tæpar þrjár vikur, vakti athygli á þættinum, seldi áskriftir og leyfði gestum að taka þátt í lukkuleik. Manhattan mannaði básinn með sýningarfólki sem reyndist svo vel að ein stelpnanna er nú komin í fast starf í þjónustuveri Skjásins. Við óskum henni til hamingju með það og vonumst til að geta fengið hana lánaða í kynningarstörf í framtíðinni. 

Sjá má nokkrar myndir af básnum með því að smella hér að neðan...

PR umfjöllun

Gríðarlega mikil PR umfjöllum náðist í aðdraganda þáttanna og á meðan sýningum stóð. 

Hér má sjá aðeins brot af þeirri umfjöllun sem The Biggest Loser Ísland fékk í hinum ýmsu vefmiðlum. Smellið á myndirnar...